Til hamingju með sjómannadaginn

Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur um allt land í dag. Víða eru sjómannamessur í kirkjum meðal annars í Grafarvogskirkju, sem er önnur af tveimur kirkjum sem standa næst sjó hér á landi.

Sjómenn taka þátt  í messu sem hefst kl.10.30 við gamalt bátanaust sem er staðsett fyrir neðan  Grafarvogskirkju.

Þá verður einnig víða lagðir kransar að minnisvörðum um týnda sjómenn. Til dæmis í Grindavík klukkan 13.

Formleg ræðuhöld, hefjast víðast hvar klukkan 14:00.(visir.is)

Sumir stjórnmálamenn og jafnvel fræðimenn (Ragnar Árnason prófessor) reyna nú að egna sjómenn upp gegn kvótafrumvörpum ríkisstjórnarinnar. Sagt er,að frumvörpin muni skerða kjör sjómanna og útgerðarmanna. Enda þótt ég sé ekki ánægður með frumvörpin tel ég,að hér sé um  ósannan áróður að ræða. Kjör sjómanna í heild skerðast ekki við það ,að veiðiheimildir flytjist á milli.
Það hefur engin sátt verið um það kvótakerfi,sem hefur verið í gildi. Of mikil forréttindi hafa verið í kerfinu.Þau verður að afnema.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband