6.júní: Engin hækkun lífeyris aldraðra enn. Laun hækkuðu 1.júní!

Frá ársbyrjun 2009 til ársloka 2010 hækkaði kaup láglaunafólks um 16% en á sama tímbili hækkaði lífeyrir aldraðra ekki neitt. Hins vegar var lífeyrir aldraðra skertur 1.júlí 2009.Samtök aldraðra mótmæltu þessari kjaraskerðingu og gerðu kröfu til þess að aldraðir fengju sambærilegar kjarabætur og launþegar.Ekki var orðið við þessum kröfum aldraðra.Ákveðið var þá í samtökum aldraðra að leita stuðnings hjá verkalýðshreyfingunni við kjarakröfur aldraðra. Kjaramálanefnd Landssambands eldri borgara gekk á fund forseta ASÍ og óskaði þess að verkalýðshreyfingin tæki kröfur aldraðra upp í viðræðum við ríkisstjórnina í væntanlegum kjarasamningum.Forseti ASÍ tók erindinu jákvætt og  tókst að tryggja því framgang í viðræðum við ríkisstjórnina. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sagði,að bætur almannatrygginga ættu að hækka hliðstætt hækkun launa.Laun hækkuðu 1.júní samkvæmt nýjum kjarasamningum en lífeyrir aldraðra hækkaði ekki. Og nú 6.júní eru bætur almannatrygginga enn ekki farnar að hækka.Hins vegar hefur velferðarráðherra boðað blaðamannafund í dag um málið. Það þarf engan blaðamannafund um þetta mál. Það liggur ljóst fyrir í yfirlýsingu,sem ríkisstjórnin gaf í tengslum við kjarasamninga.Aðalatriðið er að framfylgja yfirlýsingunni að fullu og klípa ekkert af þeim kjarabótum,sem lífeyrisþegar fengu loforð um.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Björgvin verður þetta ekki svikið eins og venjulega? Þessi óstjórn virðist ekki vita hvað orðið loforð merkir.!!

Eyjólfur G Svavarsson, 6.6.2011 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband