Mánudagur, 6. júní 2011
Geir H.Haarde boðar blaðamannafund
Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra hefur boðað blaðamenn á sinn fund í dag klukkan fjögur. Í tilkynningu segir að tilefnið sé væntanleg þingfesting landsdómsmálsins gegn Geir sem fram fer á morgun.
Geir er ákærður fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð en það er Sigríður Friðjónsdóttir sérstakur saksóknari Alþingis sem gefur út ákæruna á hendur Geir.
Stuðningsmenn Geirs hafa opnað heimasíðu. (visir.is)
Ég tel fráleitt að draga Geir H.Haarde einan fyrir landsdóm vegna bankahrunsins.Ég hefi áður lýst þeirri skoðun minni að ekki eigi að draga ráðherra í ríkisstjórn Geirs fyrir landsdóm. Ég tel,að sökin á bankahruninu liggi hjá fyrri ríkisstjórnum,sem voru við völd áður.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.