Þriðjudagur, 7. júní 2011
Íslenska hagkerfið réttir úr kútnum
Íslenska hagkerfið er áfram á batavegi og búist er við 2,25 prósenta hagvexti á árinu 2011. Þá eru öll skilyrði fyrir áframhaldandi framgangi samstarfsáætlunar íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) uppfyllt. Þetta er mat AGS sem birtist í nýrri starfsmannaskýrslu sjóðsins sem kom út í gær í kjölfar fimmtu endurskoðunar samstarfsáætlunarinnar.
Í grófum dráttum heldur Ísland áfram að rétta úr kútnum. Náðst hefur töluverður árangur við framkvæmd stefnumarkmiða, sérstaklega í sambandi við fjárlagahalla og það að koma fjármálum hins opinbera á sjálfbæra braut, segir Julia Kozack, yfirmaður sendinefndar AGS á Íslandi.
(visir.is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.