Miðvikudagur, 8. júní 2011
Hvers vegna er hækkun bóta ekki greidd út?
Hvernig hefði verkalýðshreyfingin tekið því,ef atvinnurekendur hefðu sagt,að ekki væri unnt að greiða út umsamda launahækkun strax,þ.e. hækkun sem átti að koma til framkvæmda 1.júní. Ég spái því,að allt hefði orðið vitlaust. En þetta er nú að gerast gagnvart lífeyrisþegum,bótaþegum. Í dag er 8.júní en hækkun bóta,sem átti að koma til framkvæmda 1.júní hefur enn ekki verið greidd. Engu er líkara en að stjórnvöld telji sig geta komið fram við lífeyrisþega eins og þeim sýnist. Ekki þarf einu sinni að afsaka dráttinn.Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna hækkun bóta var ekki greidd út 1.júní eins og hækkun launa.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.