Aldraðir þurfa 290 þús. á mánuði til neyslu

Samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar,sem birt var í desember sl. notar einstaklingur 290 þús. kr. til neyslu  á mánuði .(meðaltalsútgjöld.)Það er án skatta. Með sköttum væri upphæðin yfir 400 þús.Landssamband eldri borgara og Félag eldri borgara í Reykjavík hafa ályktað að lífeyrir eldri borgara frá almannatryggiungum eigi að hækka upp í þessa upphæð í áföngum,þ.e. upp í 290 þús. kr. Sú hækkun,sem eldri borgarar og örykjar fá nú á lífeyri dugar því skammt til þess að brúa þetta bil. Það vantar enn tæpar 100 þús. kr.á mánuði.Nýlega var birt neysluviðmið. Dæmigert neysluviðmið er nokkurn vegin samhljóða neyslukönnun Hagstofunnar,þe, 292 þús. á mánuði.Það er því ljóst,að hækkun sú,er verður á lífeyri aldraðra nú er alltof lítil. Hún dugar ekki einu sinni til þess að bæta lífeyrisþegum  þeir verðlagshækkanir,sem orðið hafa undanfarin ár. En á því tímabili hafa lífeyrisþegar ekki fengið neinar hækkanir ( nema 2,3%) en launþegar ( láglaunafólk) fengu 16% hækkun frá ársbyrjun 2009 til ársloka 2010.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband