Fimmtudagur, 9. júní 2011
Setjum veiðiheimildirnar á uppboðsmarkað
Allt er nú í uppnámi á alþingi vegna ágreinings um kvótafrumvörp Jóns Bjarnasonar.Það væri áreiðanlega ekki meiri ágreiningur þó stjórnarflokkarnir hefðu haldið við kosningaloforð sín og lagt fram frumvarp um fyrningarleiðina eins og lofað var.Sjálfstæðisflokkurinn vill engu breyta en Framsókn vill ganga lengra en ríkisstjórnin og býður 20 ára leigutíma fyrir útgerðina,þ..e., vill afhenda þeim veiðiheimildirnar til 20 ára.Hreyfingin hefur lagt fram frumvarp um að veiðiheimildir verði boðnar upp á uppboðsmarkaði á vegum sveitarfélaganna.Mér líst best á uppboðsleið Hreyfingarinnar úr því sem komið. Ég er algerlega andvígur frumvarpi Jóns Bjarnasonar um að afhenda útgerðarmönnum nær allar veiðiheimildir á leigu til 15 ára með möguleika á framlengingu í 8 ár. Ríkisstjórnin styður frumvarp Jóns. Ég tel það alger svik á kosningaloforði stjórnarflokkanna um fyrningarleiðina. Það hefur ekkert breytst í vinnubrögðum stórnmálaflokkanna. Það þykir sjálfsagt að svíkja kosningaloforðin.Það er talað um ný vinnubrögð og umbætur í stjórnmálum,heiðarleika og traust. En eru þetta aðeins orðin tóm? Það á eftir að koma í ljós. Kosningasvik ríkisstjórnarinnar í kvótamálinu lofa ekki góðu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.