Fimmtudagur, 9. júní 2011
Bragðdaufar eldhúsdagsumræður
Eldhúsdagsumræður fóru fram á alþingi í gærkveldi. Fátt kom á óvart nema helst það,að Jóhanna Sigurðardóttir,forsætisráðherra talaði ekki en í hennar stað talaði Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður þingflokks Samfylkingarinnar.Flutti Þórunn sennilega bestu ræðu kvöldsins. Hún var málefnaleg og hógvær en tók ekki þátt í skítkasti stjórnarandstöðunnar.Hún ræddi m.a. um ESB og taldi að með aðild Íslands að sambandinu fælust mikil sóknarfæri fyrir þjóðina.Formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar voru í gamla skítkastinu,töldu,að ríkisstjórnin hefði ekkert gagn gert og ætti að fara frá.Þetta er orðið eins og slitin plata. Steingrímur J.Sigfússon fjármálaráðherra flutti ágæta ræðu en var harðorður í garð stjórnarandstöðunnar. Hann sagði margt jákvætt nú að gerast í íslensku efnahagslífi og ástæðu til þess að vera bjartsýnn.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.