Föstudagur, 10. júní 2011
Icesave: ESA segir,að Ísland verði að greiða 650 milljarða innan 3ja mánaða
Eftir að Íslendingar höfnuðu lagafrumvarpi um Icesave í apríl sendu íslensk stjórnvöld ESA skýringar á því hvers vegna þau ákváðu að tryggja ekki lágmarksinnstæður á Icesave reikningum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi og hvaða lagarök studdu þá ákvörðun að mismuna innstæðueigendum.
ESA hefur frá því í maí farið yfir rökstuðning stjórnvalda og nú komist að niðurstöðu. Íslendingum beri að greiða lágmarksinnstæður samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins um innstæðutryggingar. Óheimilt sé að mismuna innstæðueigendum eftir þjóðerni. Upphæðin nemur 20 þúsund evrum að hámarki fyrir hvern reikning.
Í áliti ESA kemur fram að neiti íslensk stjórnvöld að greiða upphæðina muni stofnunin taka til skoðunar að kæra þau til EFTA-dómstólsins. ESA gefur stjórnvöldum þriggja mánaða frest til að ljúka greiðslunni.
Árni Páll Árnason, viðskiparáðherra, sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að til þess beri að taka að nú liggi fyrir að þrotabú Landsbankans geti staðið undir 99% af forgagnskröfum. Forgangskröfur eru m.a. allar Icesave-kröfur Breta og Hollendinga að viðbættum dráttarvöxtum í hálft ár. Á þeim forsendum telja stjórnvöld að unnt sé að ljúka málinu.
Árni Páll segir að þrátt fyrir úrskurðinn verði ekki veitt ríkisábyrgð fyrir kröfunni. Eftir stendur spurningin þá um hversu hratt slitastjórn Landsbankans getur greitt úr búi sínu. Hún hefur sagt að útgreiðslur geti ekki hafist fyrr en Hæstiréttur sé búinn að úrskurða um álitamál sem snerta lögmæti neyðarlaganna og skilgreiningum á forgangskröfum.
Líklegt þykir að Hæstiréttur taki þau mál fyrir í haust og ef hann staðfestir úrskurði Héraðsdóms segir slitastjórn að greiðslur muni hefjast fljótlega eftir það. Þrotabúið á um 400 milljarða króna í lausu fé en eftir standa þó á þriðja hundrað milljarða sem stjórnvöld neita að ábyrgjast. (ruv.is)
Þetta var það,sem menn óttuðust,að gæti gerst,ef Icesave yrði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og gerðist.Íslendingar geta ekkert greitt fyrr en dómur Hæstaréttar fellur í haust um neyðarlögin.Hættan er sú,að ESA kæri Ísland til EFTA dómstólsins.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.