Föstudagur, 10. júní 2011
Hækkun tryggingabóta verður greidd 15.júní
Samkvæmt upplýsingum Tryggingastofnunar verður hækkun tryggingabóta,sem tók gildi 1.júní sl., greidd 15.júní n.k. Það er hálfum mánuði síðar en launþegar fengu sína kauphækkun greidda.Auðvitað áttu lífeyrisþegar að fá sína hækkun greidda um leið og launþegar.Það fólst í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að lífeyrisþegar ættu að fá hliðstæðar kjarabætur og launþegar.Það,sem er þó verst er það,að stjórnvöld hafa enga skýringu gefið á þessum drætti.Í því felst virðingaleysi við bótaþega almannatrygginga.
Nú er eftir að sjá hvort eitthvað verður klipið af þeim kjarabótum,sem lífeyrisþegar eiga að fá miðað við kjarabætur launþega.Sporin hræða í því efni.Áður hefur það oft gerst að stjórnvöld hafa klipið af kjarabótum lífeyrisþega.Það virðist einu gilda í því sambandi hverjir eru við völd.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.