Aðeins 246 eldri borgarar fá fulla lágmarksframfærslutryggingu!

I dag fær einhleypur ellilífeyrisþegi  159 þús. kr. eftir skatt frá almannatryggingum,þ.e. ef hann fær fulla lágmarksframfærslutryggingu.Ef hann er í sambúð eða einhver býr hjá honum,t.d. sonur hans, fær hann 27 þús. kr. minna á mánuði,þ.e. þá missir hann heimilisuppbótina.Hér er um þá eldri borgara að ræða,sem hafa engar aðrar tekjur en frá TR,t.d. engar lífeyrissjóðstekjur.Hvað skyldu þeir ellilífeyrisþegar nú vera margir,sem fá 159 þús. kr. á mánuði í dag eftir skatt,þ.e. lágmarksframfærslutryggingu að fullu.Þeir eru 246 talsins.Árið 2009 voru þeir 408 talsins.Stjórnvöld hafa gumað mikið af því hvað gert hafi verið vel við þá sem verst eru staddir meðal eldri borgara,þeir hafi nú fengið  184 þús. á mánuði fyrir skatt eða 159 þús.eftir skatt.Þetta hafi jafnvel verið hærra en úti í Evrópu. En það eru sem sagt 246 eldri borgarar,sem hafa fengið þessa upphæð,sem gumað hefur verið svo mikið af. Nú segir velferðarráðuneytið,að þessi 246 manna hópur eigi að fá 196 þús. kr. fyrir skatt vegna nýgerðra kjarasamninga eða 167 þús. eftir skatt. Ég tel að vísu að upphæðin eigi að vera hærri.Ég kem að því betur síðar. En það er ekki nóg að hækka bætur hjá litlum hóp eldri borgara, Það þarf að hækka hjá öllum og það mikið að unnt sé að lifa sómasamlega af því.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband