Laugardagur, 11. júní 2011
Hækkun bóta kostar 8 milljarða í ár
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra skrifar grein í Fréttablaðið í dag um hækkun bóta almannatrygginga.Alþýðusambandið fékk ríkisstjórnina til þess að hækka bætur jafnmikið og laun væru hækkuð.En það var Landssamband eldri borgara og Félag eldri borgara í Rvk. sem fengu verkalýðshreyfinguna til þess að taka málið upp við ríkisstjórnina.Óvíst er hvort nokkuð hefði gerst í málinu,ef ASÍ hefði ekki sett kröfuna fram.
Guðbjartur segir að það kosti 8 milljarða á þessu ári að hækka bætur almannatrygginga.Þar af kostar það 2,5 milljarða í ár að hækka lífeyri aldraðra.Við þetta bætist kostnaður vegna eingreiðslna,sem ellilífeyrisþegaar og aðrir bótaþegar fá.Velferðarráðuneytið talar um að láta bótaþega fá 8,1% hækkun.Það er því ljóst,að ríkisstjórnin hefur sparað sér stórar fjárhæðir með því að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja ekki neitt á tímabilinu,frá árbyrjun 2009- ársloka 2010,þegar launþegar (láglaunafólk) fengu 16% kauphækkun.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:58 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.