Minna kvótafrumvarpið samþykkt á alþingi

Hið svokallaða minna kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar var samþykkt sem lög frá Alþingi fyrir stundu, með 30 atkvæðum gegn 19. Frumvarpið tók miklum breytingum í meðförum nefndarinnar enda mikill ágreiningur búinn að vera innan stjórnarflokkanna um útfærslu frumvarpsins.

Ein umdeildasta greinin um dreifingu í svokallaða potta var breytt þannig að fyrirtæki í uppsjávarfiski greiða minna í þá en upphaflega stóð til.

Sú tillaga var samþykkt með 32 atkvæðum gegn 11. Stjórnarandstaðan mótmælti frumvarpinu frá byrjun og sagði það vanbúið og illa unnið. Formaður Sjálfstæðisflokksins boðaði andstöðu flokksins við allar frekari breytingar stjórnvalda á kvótakerfinu.

Þá var samþykkt sem lög frá Alþingi frumvarp um þingsköp Alþingis með 49 samhljóða atkvæðum og frumvarp um réttindagæslu fyrir fatlað fólk varð að lögum.(ruv.is)

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband