Sunnudagur, 12. júní 2011
50 þús. úr lífeyrissjóði: TR rífur hverja einustu krónu af ellilífeyrisþeganum
Mesta ranglætið í kerfi almannatrygginga er skerðingin vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Ellilífeyrisþegi,sem fær 50 þús. kr. á mánuði úr lífeyrissjóði fær ekki einni krónu meira greitt út á mánuði en eldri borgari sem aldrei hefur greitt í lífeyrissjóð.Tryggingastofnun rífur hverja einustu krónu af ellilífeyrisþeganum þar til umræddar 50 þús. kr. úr lífeyrissjóðnum hafa verið þurrkaðar út. Þetta er eins og eignaupptaka.Ég er efins í að þetta standist lög.Maður,sem fær 50 þús. kr. á mánuði úr lífeyrissjóði fær 134 þús.kr. á mánuði frá TR fyrir skatt en sá sem ekkert fær úr lífeyrissjóði fær 184 þús á mánuði frá TR fyrir skatt (159 þús. eftir skatt).Hér er í báðum tilvikum miðað við einstakling,sem býr einn.
Þegar lífeyrissjóðir voru stofnaðir var ætlunin sú að þeir yrðu viðbót við lífeyri frá almannatryggingum. Lífeyrisþegar eiga þann lífeyri,sem þeir safna upp í lífeyrissjóði.Það er að mínu mati óheimilt að taka þennan lífeyri af þeim á efri árum.En ef Tryggingastofnun skerðir lífeyri frá almannatryggingum jafnmikið og nemur greiðslu lífeyris úr lífeyrissjóði jafngildir það því,að lífeyrir úr lífeyrissjóði sé gerður upptækur.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.