Er litla kvótafrumvarpið til bóta?

Alþingi er nú farið í frí og tókst að afgreiða litla kvótafrumvarpið áður.Það var samþykkt með talsverðum meirihluta. Stóra kvótafrumvarpinu var frestað til hausts.Spurningin er þessi:Er litla kvótafrumvarpið til bóta.Ég tel,að svo sé enda þótt  stjórnarflokkarnir hafi gefið eftir í nokkrum atriðum til þess að tryggja framgang málsins.En eftir sem áður verða auknar veiðiheimildir í pottum til þess að auka strandveiðar og rýmka veiðiheimildir í sjávarbyggðum,sem orðið hafa illa úti í kvótakerfinu.Sjálfstæðisflokkurinn hefur gagnrýnt litla kvótafrumvarpið harðlega og sagt,að það sé verið að taka veiðiheimildir frá handhöfum kvótanna til þess að færa til sjávarbyggða úti á landi.Flokkurinn hefur sagt,að með þessu verði kvótakerfið óarðbærara.Sjálfstæðisflokkurinn vill,að veiðiheimildir safnist á fáar hendur og flokkurinn telur,að kerfið sé arðbærast,ef útgerðin sé á hendi nokkurra stórútgerða.

Það kann vel að vera að útgerðin sé arðbærust á hendi nokkurra stórútgerða. Ef til vill væri hún arðbærust á einni hendi en varla vilja menn að svo verði.Auðvitað verður að tryggja sjávarbyggðum úti á landi möguleika til veiða.Sumar þessar byggðir liggja mjög vel við fiskimiðum.Bestu fiskimið landsins eru við margar þessara byggða en það er búið að svipta  þær kvótunum,þar eð stórútgerðirnar fóru með kvótana á brott,fluttu skipin eða seldu kvótana.Kvótakerfið hefur lagt marga smábæi úti á landi í rúst. Það er kominn tími til að leiðrétta ranglætið. Litla kvótafrumvarpið getur aðeins stigið lítið skref í því efni.Það þarf að gera mikið meira í því efni.Veiðigjaldið er alltof lágt.Það mun hafa verið stigið til baka með gjaldið,þannig að það er algert málamyndagjald.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband