Þriðjudagur, 14. júní 2011
Atvinnuleysi 7,4% í mai
Skráð atvinnuleysi í maí 2011 var 7,4%, en að meðaltali voru 12.553 manns atvinnulausir í maí og fækkaði atvinnulausum um 709 að meðaltali frá apríl eða um 0,7 prósentustig. Þetta kemur fram á vef Vinnumálastofnunnar.
Körlum á atvinnuleysisskrá fækkaði um 642 að meðaltali en konum um 67. Atvinnulausum fækkaði um 296 á höfuðborgarsvæðinu og um 413 á landsbyggðinni. Atvinnuleysið var 8,2% á höfuðborgarsvæðinu en 6,1% á landsbyggðinni.
Mest var það á Suðurnesjum 12,1%, en minnst á Norðurlandi vestra 3,2%. Atvinnuleysið var 7,7% meðal karla og 7,1% meðal kvenna.(visir.is)
Það er ánægjulegt,að atvinnuleysið skuli vera að minnka.Það minnkaði um 0,7% frá apríl.En atvinnuleysið er samt enn alltof mikið. Það verður að ná því mikið meira niður.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.