Eldri borgarar fá algera hungurlús

Algengt er,að ellilífeyrisþegar hafi 50-100 þús. kr. úr lífeyrissjóði á mánuði.Því miður eru mjög margir sem hafa ekki meiri lífeyrissjóðsgreiðslur.Ef  ellilífeyrisþegi hefur 50 þús. úr lífeyrissjóði,er í sambúð eða býr með öðrum fær hann í dag 107 þús. kr. frá almannatryggingum á mánuði fyriir skatt.Þessi upphæð hækkar um 12 þús. kr. á morgun og fer í  119 þús á mánuði.Það eru öll ósköpin.Með greiðslunni úr lífeyrissjóði eru þetta 169 þús. kr. á mánuði.Það er langt undir lágmarkstekjum verkamanna er þær voru á dögunum hækkaðar í 182 þús. kr. á mánuði.Það er smátt skammtað til eldri borgara frá almannatryggingum.Þetta er alger hungurlús og ekki unnt að lifa mannsæmandi lífi af þessu.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband