Ríkið tekur sitt: Tekur 24 þús. af 62 þús. kr. örorkubótum!

Nú eru lífeyrisþegar búnir að fá greidda hækkun tryggingabóta,sem greiða átti 1.júní sl. Hækkunin var greidd út í gær. Öryrki,sem er einhleypur og hefur engar tekjur aðrar en lífeyri frá almannatryggingum,hugsaði gott til hækkunarinnar en varð fyrir vonbrigðum þegar hann sá hvað ríkið tók mikið af hækkuninni í skatta.Í gær átti hann að fá 12 þús. kr. hækkun á lífeyri og 50 þús.kr. eingreiðslu,þ.e.alls 62 þús. kr.En hann fékk aðeins 38 þús. kr. Ríkið hrifsaði 24 þús. af hækkuninni.Það má með sanni segja,að ríkið tekur sitt.Auðvitað ættu örorkubætur að vera skattfrjálsar.Það er fráleitt að ríkið skattleggi örorkubætur svo mikið sem hér er lýst.

 

Björgvin Guðmundssson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband