Voru aldraðir og öryrkjar hýrudregnir um 7 þús. kr. á mánuði?

Við útgreiðslu á hækkun tryggingabóta í gær kom í ljós,að lágmarksframfærslutrygging aldraðra og öryrkja hækkaði aðeins um 6,5% en lágmarkstekjur launþega hækkuðu samkvæmt kjarasamningum um 10 %.Með því að ríkisstjórnin lýsti því yfir í tengslum við gerð nýrra kjarasamninga að  tryggingabætur ættu að hækka hliðstætt launahækkunum sýnist mér,að hér vanti nokkuð upp á að staðið sé við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.Lágmarkstekjur launþega hækkuðu 1.júní úr 165 þús. í 182 þús. kr. á mánuði eða um 17 þús. kr. ( 10,3%).En  lágmarkstekjutrygging TR hækkar aðeins um 12 þús. kr. Ef lágmarkstekjutryggingin hefði hækkað eins mikið og lágmarkslaunin hefði hækkunin numið 18.950 kr. Hér munar tæplega 7000 kr. á mánuði.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband