Föstudagur, 17. júní 2011
Gleðilega þjóðhátíð
Í dag er 17.júní,þjóðhátíðardagur Íslands og fæðingardagur Jóns Sigurðssonar. Við minnumst í dag 200 ára fæðingarafmælis Jóns Sigurðssonar.Jón Sigurðsson átti meiri þátt í því en nokkur annar,að Ísland hlaut sjálfstæði.Hann er okkar sjálfstæðishetja.
Ég minnist þess,þegar lýðveldið var stofnað 1944,að ég sat sem límdur við útvarpstækið og fylgdist með athöfninni á Þingvöllum,.þar sem lýðveldið var stofnað.Ég var þá 11 ára gamall.Þegar ég fór í Menntaskólann í Reykjavík leit ég með lotningu á hatíðarsal skólans,þar sem hinn frægi þjóðfundur var haldinn og Jón Sigurðsson mótmælti í nafni konungs og þjóðarinnar. Og allir þjóðfundarfulltrúar stóðu upp og sögðu: Vér mótmælum allir.-Gleðilega þjóðhátíð.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.