Föstudagur, 17. júní 2011
Þjóðhátíðarbörn á Þingvöllum
Þjóðhátíðarbörn áttu endurfund á Þingvöllum í dag, 67 árum eftir að þau urðu vitni að stofnun lýðveldisins þann 17. júni árið 1944. Þau voru ung að árum þá og voru ung í anda í dag, þjóðhátíðarbörnin, þegar þau gengu fylktu liði niður Almannagjá undir lúðraþyt og ljóðmælum, til þess að minnast þessa merkisdags í lífi sínu og sögu þjóðarinnar. Flestir voru með sælubros á vör meðan þeir deildu minningum sínum, en það var misjafnt hvað helst hreif huga barnssálarinnar og ekki endilega hin sögulega hlið sem stóð upp úr.
Líkt og forðum var stigin glíma á Þingvöllum í dag. En auk þess þeytti Hljómskálakvintettinn lúðra og karlakór Kjalnesinga, sem fagnar tuttugu ára afmæli sínu um þessar mundir, söng ættjarðarljóð.
Þór Jakobsson ávarpaði samkomuna og bar viðstöddum kveðju Vígdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands, en þau voru bæði viðstödd lýðveldisstofnunina á Þingvöllum árið 1944.(ruv.is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.