Laugardagur, 18. júní 2011
Kvótinn:Nú er rétt að fara uppboðsleiðina
Sérfræðinganefnd hefur skilað áliti um kvótafrumvörp Jóns Bjarnasonar,sjávarútvegsráðherra.Finnur nefndin frumvörpunum allt til forátti.M.a. telur nefndin að bann við varanlegu framsali aflaheimilda sé óheppilegt fyrir útgerðina og að sömu niðurstöðu kemst nefndin um bann við veðsetningu aflaheimilda.Þá telur nefndin.að 15 ára leigutími (nýtingartími) aflaheimilda sé alltof stuttur. Ráðherra hefði alveg eins geta beðið LÍÚ um álit. Það hefði tæplega orðið óhagstæðara ráðherra.Það er að sjálfsögðu alveg út í höttt að biðja einhverjja sérfræðinga um álit á frumvarpi eftir að það hefur verið lagt fram Slíkt álit átti að fá áður ef menn töldu yfirleitt nauðsynlegt að fá slíkt álit. Hagfræðingar eru hvergi nærri allir hlutlausir í álitsgjöf.Nægir að benda á Ragnar Árnason í því sambandi en hann er svo mikill hægri maður að öll hagfræðiálit hans litast af frjálshyggjusjónarmiðum og hægri stefnu.
Ekki mun koma í ljós fyrr en í haust hvernig ríkisstjórnin mun bregðast við gagnrýni sérfræðinganna á kvótafrumvörpunum.Ef ef Jón Bjarnason ætlar að bakka meira með stóra kvótafrumvarpið er alveg eins gott að draga það alveg til baka.Segja má,að nú sé kjörinn tími fyrir ríkisstjórnina til þess að söðla alveg um og leggja fram uppboðsleiðina í stað þess frumvarps,sem nú liggur fyrir þinginu.Ef aflaheimildir verða boðnar upp er farinn réttlát leið,þar sem allir standa jafnt að vígi. Og þjóðin fengi þá sannvirði í leigugjald fyrir aflaheimildirnar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.