Sunnudagur, 19. júní 2011
Þjóðin fái sannvirði fyrir aflaheimildirnar
Hver þingmaður Sjálfstæðisflokksins á fætur öðrum kemur nú fram á sjónarsviðið og krefst þess að stóra kvótafrumvarpið verði lagt til hliðar.Benda þeir á álit hagfræðinganefndar sjávarútvegsráðuneytisins í því sambandi.En það eru hvorki sérfræðingar eða hagsmunasamtök,sem eiga að taka ákvörðun um fiskveiðistjórnun landsmanna. Það er alþingi,sem á að taka þá ákvörðun og með hliðsjón af því,sem lofað var fyrir kosningar.Sjálfstæðisflokkurinn vill að leigutíminn (nýtingartíminn) verði lengdur.Að mínu mati kemur það ekki til greina.Þá vill Sjálfstæðisflokkurinn lækka veiðigjaldið ( gjald fyrir afnot af auðlindinni), þ.e. draga úr hækkun þess. En gjald þetta hefur verið algert málamyndagjald,6 kr. á kg. Lagt var til í minna kvótafrumvarpinu að það yrði tvöfaldað en alþingi ákvað að það skyldi aðeins hækka um 40%. Það er engun hækkun og þarf auðvitað að hækka það mikið meira.
Kvótafrumvarpið er komið í ógöngur. Í stað þess að breyta því er eðlilegast að söðla um og ákveða að veiðiheimildirnar verði boðnar upp á frjálsum markaði. Þá sitja allir við sama borð og þjóðin fær sannvirði fyrir aflaheimildirnar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.