Sunnudagur, 19. júní 2011
Lítil lukka með hækkun á bótum lífeyrisþega
Lífeyrisþegar,aldraðir og öryrkjar, eru nú mjög uggandi um sinn hag vegna verðhækkana,sem átt hafa sér stað og eru væntanlegar á næstunni. Ljóst er,að verðbólga getur fljótt étið upp hækkun bóta. Þá tekur ríkið sitt og rífur af lífeyrisþegum stórar fjárhæðir. Öryrki,sem átti að fá 62 þús. kr. hækkun 15.júni ( 12 þús.kr. hækkun + 50 þús. kr. eingreiðslu) fékk ekki nema 38 þús.þar eð ríkið tók 24 þús. í skatt. Það er auðvitað fráleitt að ríkið sé að skattleggja þessar litlu bætur öryrka. Þær ættu að vera skattfrjálsar.
Þá svíður lífeyrisþegum undan skerðingu tryggingabóta vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Lífeyrisþegi,sem hefur 50 þús. kr. á mánuði úr lífeyrissjóði missir 50 þús. kr.af tryggingabótum sínum,þ.e. hann fær ekkert meira frá almannatryggingum en sá,sem aldrei hefur greitt neitt í lífeyrissjóð. Þessu verður að breyta. Lífeyrissjóður á ekki að skerða tryggingabætur.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.