Laugardagur, 25. júní 2011
Greiðslur úr lífeyrissjóði eiga ekki að skerða tryggingabætur
Eldri borgarar og öryrkjar hafa verið að melta þær hækkanir,sem urðu á tryggingabótum í kjölfar kjarasamninganna.Menn verða þess varir,að ríkið tekur sitt og skerðing tryggingabóta vegna greiðslna úr lífeyrissjóði heldur áfram.Þessar skerðingar eru óþolandi.Það var aldrei meiningin þegar lífeyrissjóðunum var komið á fót,að þeir mundu skerða lífeyri frá almannatryggingum eins og þeir gera.Félag eldri borgara í Reykjavík samþykkti á aðalfundi sínum í febrúar að afnema ætti þessa skerðingu.Þar kemur tvennt til greina:Að afnema skerðinguna í einu lagi. Eða að afnema skerðinguna í áföngum
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.