Sunnudagur, 26. júní 2011
Kvótakerfið: Á að svíkja kjósendur?
Í stjórnarsáttmála Samfylkingar og VG segir,að innkalla eigi allar veiðiheimildir og endurúthluta á 20 árum.Þetta er hin svokallaða fyrningarleið, sem ríkisstjórnin hefur íttt út af borðinu.Út á þessa stefnu fengu stjórnarflokkarnir meirihluta á alþingi.Stjórnin getur ekki hundsað kjósendur,a.m.k. ekki Samfylkingin sem samið hefur endurbótaáætlun,nokkurs konar siðvæðingu en samkvæmt þeirri stefnu á að hafa heiðarleika og traust í öndvegi.Samkvæmt þeirri stefnu verður að standa við kosningaloforð.Það er ekki lengur unnt að hafa það eins og áður að lofa einhverju fyrir kosningar og svíkja það eftir kosningar.Sumir talsmenn Samfylkingar segja,að það eigi að innkalla allar veiðiheimildir strax í stað 20 ára.En það er blekking.Útgerðarmönnum var sagt,að þeir gætu haldið veiðiheimildum sínum í 15-23ár,þ.e. þeir fengju þær á leigu (nýtingarrétt) í þann tíma. Í rauninni var sagt við útgerðarmenn,þegar þeir lögðust gegn fyrningarleiðinni: Þið haldið ykkar veiðiheimildum í ákveðinn nýtingartíma en þjóðin þarf að fá hærra leigugjald og festa þarf í stjórnarskrá að þjóðin eigi sjávarauðlindina.Á þennan hátt var verið að blekkja þjóðina.Fyrningarleiðin var eðlileg og mild leið gagnvart útgerðinni.Hún skapaði langan aðlögunartíma fyrir breytingar.Ríkisstjórnin og útgerðin virðast sammála um að vera á móti fyrningarleiðinni þá er aðeins ein leið eftir:Uppboðsleiðin,þ.e.að setja veiðiheimildirnar á uppboðsmarkað eins og Hreyfingin hefur lagt til.Samkvæmt þeirri leið yrði útgerðin að greiða hærra verð fyrir veiðiheimildir en er það ekki eðlilegt og einmitt nú þegar þjóðfélagið vantar peninga.Ég tel svo vera.En það vantar leyfi frá þjóðinni fyrir þessari leið. Þess vegna verður að leggja hana undir þjóðaratkvæði. Það mætti kjósa á milli uppboðsleiðar og "nýtingarleiðar".
Björgvin Guðmundsson
'
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.