Raunverulegar samningaviðræður við ESB hefjast í dag

Hinar eiginlegu viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) hefjast á morgun en frá því að umsókn um aðild var send sumarið 2009 hefur ferlið sem þá hófst gengið út á ýmis konar undirbúning fyrir viðræðurnar.

Svokallaðri rýnivinnu lauk 20. júní síðastliðinn en tilgangur hennar var að bera saman löggjöf Íslands og ESB í því skyni að komast að því hvað bæri á milli í þeim efnum og hvað þyrfti að semja um.

Vegna aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) hefur talsvert af löggjöf ESB verið innleidd hér á landi á liðnum árum. Hins vegar standa stórir málaflokkar út af borðinu í þeim efnum eins og sjávarútvegs- og landbúnaðarmál, utanríkis- og varnarmál, tollamál og peningamál svo nokkrir séu nefndir.

Fyrstu málaflokkarnir sem teknir verða fyrir falla allir undir EES-samninginn og er ekki búist við öðru en að viðræður um þá gangi hratt fyrir sig.
(mbl.is)

Fram til þessa hefur aðeins rýnivinna verið í gangi,þ.e. samanburður á lögum ESB og þeim lögum sem Ísland hefur sett vegna aðildar að EES.Nú setur Ísland fram samningsmarkmið í viðkvæmum málum,eins og sjávarútvegi,landbúnaði og umhverfismálum og ESB setur fram sín samningsmarkmið.Ef Ísland nær viðunandi samningi um sjávarútvegsmál,tel ég  að við eigum að ganga í ESB ,annars ekki.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband