Verðbólgan 4,2% á ársgrundvelli

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5 prósent í júní samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Tólf mánaða verðbólga er þar með 4,2 prósent og hefur ekki mælst hærri síðan í ágúst á síðasta ári.

Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 1,2 prósent í júní. Þá hækkun má að stórum hluta rekja til töluverðar hækkunar á verði kjötvara sem nam 6,9 prósentum. Síðustu þrjá mánuðu hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,2 prósent sem jafngildir 9,2 prósenta verðbólgu á ársgrundvelli.- (visir.is)

Það er mikið áhyggjuefni,að verðbólgan skuli vera komin á skrið á ný.Kjarasamningar geta af þessum sökum verið í uppnámi.Ljóst er,að ekki verður um neina kaupmáttaukningu að ræða ef verðlag hækkar og étur upp kauphækkanir og vegna verðtryggingar lána hækka þau þegar verðbólgan eykst.Það verður að koma böndum á verðbólguna á ný.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband