Sjálfstæðisflokkurinn og Árni Páll á villigötum

Árni Páll Árnason ráðherra hefur tekið undir þau  rök Sjálfstæðisflokksins að breytingar á kvótakerfinu samkvæmt frumvörpum Jóns Bjarnasonar dragi úr arðsemi og hagkvæmni sjávarútvegsins. Þessi rök Sjálfstæðismanna heyrðust ekki þegar þeir voru sjálfir að stofna byggðakvóta og veita byggðatengdar veiðiheimildir  út á landi..Mannréttindanefnd Sþ. hefur úrskurðar að kvótakerfið eins og það hefur verið framkvæmt hafi falið í sér brot á mannréttindum.Á Ísland að neita að leiðrétta kerfið og stöðva mannréttindabrot vegna þess að kerfið verði þá ekki eins arðsamt? Þessi röksemdafærsla Árna Páls og Sjálfstæðisflokksins stenst ekki. Árni Páll samþykkti kvótafrumvörp Jóns Bjarnasonar í ríkisstjórn eins og aðrir ráðherrar.

Ríkisstjórnin getur að sjálsögðu hætt við breytingar á kvótakerfinu aðrar en þær að stórhækka veiðigjaldið.Ríkisstjórnin þarf ekki að láta útgerðina fá 15-23 ja  ára leigutíma á veiðiheimildum.Hún getur leigt útgerðarmönnum veiðiheimildir í 1 ár í senn eins og verið hefur.Hún getur beitt sér fyrir því að það verði sett í stjórnarskrána,að þjóðin eigi veiðiheimildirnar,sjávarauðlindina og síðan hækkað veiðigjaldið þannig að þjóðin fái sanngjarnt gjald fyrir að leigja út veiðiheimildir. Jón Bjarnason og ríkisstjórnin segir hvort sem er,að aðaltilgangurinn með frumvörpunum sé að slá því föstu að þjóðin eigi sjávarauðlindina og að útgerðarmenn verði að greiða fyrir afnotin.Ekkert er að vísu nýtt í því efni. 

Ef fallið verður frá löngum nýtingartíma er málið nánast óbreytt nema ef pottar verða auknir. Eftir sem áður er unnt að láta auknar veiðiheimildir ganga að hluta til út á land til þess að hjálpa sjávarbyggðum,sem kvótakerfið hefur farið illa með.Ég hefi engan áhuga á því að láta útgerðarmenn fá veiðiheimildir í langan tíma.Og ekki kemur til greina að lengja þann tíma frá því,sem frumvörpin gera ráð fyrir í því efni.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband