Engin þörf á því að kalla alþingi saman

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vill láta kalla Alþingi saman. Ástæðan er hugmyndir um bráðabirgðalög sem tryggja eiga framhald á greiðslu atvinnuleysisbóta til þeirra sem eru í hlutastarfi. Bjarni segir bráðabirgðalög vera inngrip ríkisstjórnarinnar í löggjafarvaldið.

„Ég tel að þetta mál eitt og sér sé ekki þannig vaxið að það réttlæti bráðabirgðalöggjöf heldur væri miklu nærtækara að kalla þing saman. Þingið getur þá nýtt tækifærið og kippt í liðinn klúðrinu vegna útboðsins á Drekasvæðinu. Svo er fullt tilefni til þess í leiðinni að taka upp fyrstu skrefin í hinu nýhafna aðildarferli að Evrópusambandinu," segir Bjarni.

„Ég veit ekki hvort Bjarni Benediktsson veit það að frá 1991, þegar lögum þar um var breytt, hafa bráðabirgðalög verið sett ellefu sinnum hér á landi og öll í tíð Sjálfstæðisflokksins," segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.

Hún segir engan ágreining um málin. Búið sé að auglýsa útboð á Drekasvæðinu og tilkynna áhugasömum þannig að óráð sé að hringla meira með það. Þá sé einungis verið að framlengja hlutabætur. Hægt verði að greiða út um næstu mánaðamót, en vandamál gæti skapast í kringum 1. ágúst. Á því verði að taka.
„Ég lít á þetta sem pólitískan leik og að hann hljóti að skipta um skoðun ef hann skoðar málið vandlega," segir Jóhanna.
(visir.is)

Ég er sammála Jóhönnu.Það er engin þörf á því að kalla þing saman um þau mál,sem Bjarni nefnir. Það má leysa þau með bráðabirgðalögum eða á annan hátt.

 

Björgvin Guðmundsson

I

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband