Föstudagur, 1. júlí 2011
Stjórnlagaráð: Landsdómur verði lagður niður
Mikill gangur hefur verið í störfum stjórnlagaráðs.Er nú búist við,að ráðið skili tillögu að nýrri stjórnarskrá um miðjan júlí.Meðal nýrra tillagna ráðsins er að landsdómur verði lagður niður.Ég er sammála því. Og að forseti Íslands skipi dómara.Margar aðrar tillögur hafa komið fram.Sumar hafa verið afgreiddar, aðrar ekki.T.d. hefur í ráðinu verið rætt um forsetaembættið,hvort það eigi að efla það eða veikja.Ein hugmynd kom fram um að alþingi mundi skipa forsætisráðherra og þannig taka stjórnarmyndunarvaldið úr höndum forseta. Þá hefur verið rætt um að setja ákvæði um þjóðaratkvæði í stjórnarskrá og að bæði hluti þings og almennings geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu.Mér líst vel á það og þá þarf forseti ekki lengur málskotsrétt.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:55 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.