Laugardagur, 2. júlí 2011
AGS:Íslenskum stjórnvöldum hefur tekist vel við framkvæmd efnahagsáætlunar
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og íslensk stjórnvöld hafa nú hafið formlegar viðræður vegna sjöttu og síðustu endurskoðunar efnahagsáætlunar í samstarfi við sjóðinn sem á að fara fram í ágúst, en sjóðurinn telur að íslenskum stjórnvöldum hafi tekist vel upp við framkvæmd efnahagsáætlunar til þessa.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu Julie Kozack, yfirmanns sendinefndar sjóðsins hér á landi. Kozack segir að reiknað verði með 2,5 prósenta hagvexti á þessu ári, en það er í samræmi við fyrri áætlanir.
Þensla hafi hins vegar aukist meira en búist hafi verið við sem útskýri veikan gjaldmiðil og verðhækkanir.
Kozack segir að endurfjármögnun fjármálakerfisins hér á landi sé nærri lokið og góður árangur hafi náðst í við endurskoðun regluverks fjármálakerfisins. (visir.is)
Þetta er ágætur vitnisburður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um Ísland.Þetta er nokkuð önnur umsögn en umsögn stjórnarandstöðunnar hér.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.