Fylgi Framsóknar eykst

Framsóknarflokkurinn fengi tæp 18% atkvæða ef kosið væri nú, samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup sem fréttastofa RÚV greindi frá í kvöld. Flokkurinn hefur bætt við sig tveimur prósentustigum og hefur hann ekki notið jafn mikil fylgis frá því í september 2009. 

Fylgi Samfylkingarinnar hefur minnkað um rúmlega eitt prósentustig og nýtur flokkurinn nærri 22% fylgis. Ríflega 35% kváðust styðja Sjálfstæðisflokkinn, og rúmlega 16% Vinstrihreyfinguna Grænt framboð. Hreyfingin var með um 3% fylgi.  (mbl.is)

Samkvæmt þessari könnun er fylgi Framsóknar orðið meira en fylgi VG. Fróðlegt verður að sjá  hvort það helst.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband