Iðnaðarráðherra jákvæður gagnvart fjárfestingu kínverjans hér

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir auðlindamálin hafa verið í endurskoðun hjá núverandi ríkisstjórn og þar sé unnið að því að marka heildstæða auðlindastefnu.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill að löggjöf um nýtingu náttúruauðlinda verði tekin til gagngerrar endurskoðunar, í ljósi fyrirhugaðra kaupa kínversks fjárfestis á jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum. Iðnaðarráðherra hefur ekki áhyggjur af fyrirhuguðum landakaupum vegna núverandi lagaumhverfis hér á landi.

„Í sjálfu sér finnst mér jákvætt ef menn ætla í uppbyggingu á íslenskri ferðaþjónustu, sérstaklega ef menn eru að horfa til stórra fjárfestinga. Það er í mjög í anda þessarar ríkisstjórnar að styðja það. Hins vegar þegar kemur að nýtingu lands þá gilda ákveðnar reglur. Ef þessar hugmyndir eru í sátt við það lagaumhverfi sem við búum við og líka ef það er í sátt við heimamenn og þá starfsemi sem menn hafa þar séð fyrir sér þá finnst mér þetta afar jákvætt,“ sagði Katrín Júlíusdóttir iðnðaðarráðherra í samtali við fréttastofu RÚV í morgun.

Aðspurð um hvort tengsl kínverska athafnamannsins við kommúnistaflokkinn þar í landi skipti mál segir Katrín þetta: „Ég horfi aldrei á það sérstaklega hvernig menn eru tengdir af því að við eigum að hafa umhverfið okkar hér þannig að hver sem er geti fjárfest með eðlilegum hætti. Við eigum að hafa regluverkið þannig að við Íslendingar séum að fá sem mest út úr þeim fjárfestingum sem hér eiga sér stað,“ segir iðnaðarráðherra.(ruv.is)

Ég sé ekkert hættulegt við fjárfestingu kínverjans. Hann býðst til þess að afsala sér vatnsréttindum.Það skiptir miklu máli.Ef heimamenn fyrir norðan eru sáttir við jarðakaup kínverjans sé ég ekki,að stjórnvöld þurfi að leggja stein í götu hans. Það er jákvætt að fá luxushótel að Grímsstöðum og mundi efla mikið ferðmannaðnaðinn.

 

Björgvin Guðmuundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband