Þriðjudagur, 30. ágúst 2011
Leyfum Kínverjanum að byggja luxushótel fyrir norðan
Miklar umræður hafa orðið um ráðagerðir kínversks auðkýfings um byggingu luxushótels á jörðinni Grímsstaðir.Ráðherrar VG taka þessum ráðagerðum fálega og telja,að athuga verði þessar ráðagerðir gaumgæfilega.Ég tel,að við eigum að taka þessum tíðindum fagnandi. Það yrði mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna að fá 5 stjörnu luxushótel á Norðurlandi og golfvöll jafnframt.
Fjárfestar á Evrópska efnahagssvæðinu þurfa ekkert leyfi til þess að fjárfesta hér á landi í fasteignum og jörðum.Það eru aðeins þeir,sem búa utan EES,sem þurfa að sækja um leyfi. Ég held,að það geti verið varasamara þegar fjárfestar frá EES kaupa jarðir hér og fasteignir heldur en þegar umræddur Kínverji gerir það. Það er fylgst minna með fjárfestingum EES borgara hér.En það verður fylgst nákvæmlega með fjárfestingu kínverjans og hann hefur lýst því yfir að hann muni afsala sér vatnsréttindum á jörðinni.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.