Kvótafrumvarp Jóns tryggir núverandi kvótahöfum áfram forgang.Úthlutun byggist ekki á jafnræði

Lilja Rafney  Magnúsdóttir,formaður sjávarútvegs-og landbúnaðarnefndar alþingis skrifar grein í Fréttablaðið í dag.Hún  ræðir kvótafrumvarpið hið stærra og þá miklu gagnrýni sem komið hefur fram á það.En hún bendir réttilega á,að frumvarpið hefur líka verið gagnrýnt fyrir að ganga of skammt í opnun á kerfinu og að það tryggi núverandi kvótahöfum áframhaldandi forgang og að úthlutun veiðiheimilda byggist ekki á jafnræði,atvinnufrelsi sé ekki nægjanlega tryggt og það hagræði,sem felst í því að sjávarbyggðir liggi stutt frá gjöfulum fiskimiðum fái ekki að vaxa og dafna.Lilja segir að nýtt frumvarp verði að  tryggja jafnræði við úthlutun veiðiheimilda og verndun atvinnufrelsis og að við nýtingu fiskistofna verði að taka tillit til byggða og atvinnumála.Gamla kvótafrumvarpið uppfyllir ekki þau skilyrði,sem Lilja segir að ná þurfi fram.Tillögur Jóns Bjarnasonar um að úthluta 92% af veiðiheimildunuim til núverandi kvótahafa felur ekki í sér neitt jafnræði við úthlutun aflaheimilda.Þvert á móti felur það í sér að það er verið að festa í sessi miséttið og forgang núverandi kvótahafa. Það var ekki það sem kjósendur Samfylkingar og VG vildu í síðustu kosningum.Þó hlutdeild núverandi kvótahafa í aflaheimildum lækki í 85% á löngum tíma tryggir það ekkert jafnrétti.þ

Það er einfaldast og auðveldast að láta bjóða aflaheimildirnar upp á uppboðsmarkaði. Einhver lítil hlutdeild mætti vera í pottum .En megnið á að fara á frjálsan markað.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband