Þriðjudagur, 6. september 2011
Aldrei fleriri ferðamenn á Íslandi
Samkvæmt talningum Ferðamálastofu fóru tæplega 102 þúsund erlendir ferðamenn frá landinu í ágúst síðastliðnum, eða um 12 þúsund fleiri en í sama mánuði á síðasta ári.
Aukningin nemur tæplega fjórtán prósentum milli ára. Erlendir ferðamenn hafa aldrei áður farið yfir 100 þúsund í einum mánuði og eru þeir nú helmingi fleiri en þeir voru í ágústmánuði 2002.
Það sem af er ári hafa 406 þúsund erlendir ferðamenn farið frá landinu eða 62 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra. Um er að ræða rétt rúmlega 18 prósent aukningu milli ára.
Brottförum Íslendinga í ágúst fjölgaði svo um rúm 14 prósent frá því í fyrra. Þeir voru rúmlega 34 þúsund í ár en rétt tæplega þrjátíu þúsund í fyrra.
Frá áramótum hafa 229 þúsund Íslendingar farið utan, en það er 20 prósent fleiri en árinu áður þegar brottfarir mældust tæplega 191 þúsund.(visir.is)
Þetta eru góðar fréttir.Ljóst er,að Ísland er að verða mikið ferðmannaland. Og það jákvæða er,að erlendir ferðamenn,sem hingað koma eru yfirleitt allir mjög ánægðir hér.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.