Feilhögg Agnesar Bragadóttur

Agnes Bragadóttir,blaðamaður á Morgunblaðinu skrifar mikla árásargrein á Steingrím J.Sigfússon,fjármálaráðherra í Mbl. í gær.Þar sakar hún Steingrím um að hafa  gert samkomulag við  forstjóra Magma Energy um að félagið mundi kaupa 50% í HS Orku og dreifa orkusölu á marga aðila þannig að álverið í Helguvík fengi ekki næga orku.Steingrímur segir í viðtali við Mbl. í dag,að hann hafi ekki gert neitt samkomulag við Magma.Aðeins hafi farið  fram þreifingar milli hans og forstjóra Magma.

Agnes Bragadóttir býr til heilmikla grein í gær um að Steingrímur hafi samið við Magma.Það er alrangt. Agnes byggir m.a. á þakkarbréfi frá forstjóra Magma til Steingríms fyrir fund sem þeir áttu en á þeim fundi sagði Steingrímur að Magma mundi ekki kaupa meira en 50% í HS Orku. Þetta leggur Agnes þannig út að Steingrímur hafi viljað að Magma keypti 50%. Og þegar Steingrímur lét orð falla um að orkukaupendur Magma yrðu fjölbreyttur hópur leggur Agnes það þannig út að Steingrímur hafi ætlað að koma í veg fyrir,að HS Orku seldi næga orku til Helguvíkur. Þetta heitir að snúa málum á haus.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband