Fylgi ríkisstjórnarinnar fellur

Fylgi við ríkisstjórnina hríðfellur en aðeins um fjórðungur landsmanna styður hana samkvæmt nýrri könnun Vísis, Stöðvar 2 og Fréttablaðsins.

Samkvæmt könnuninni eru aðeins 26%  landsmanna fylgjandi ríkisstjórninni en 74% henni andvíg. Nær enginn munur er á afstöðu fólks eftir kyni.

Óvinsældir ríkistjórnarinnar hafa því aukist töluvert frá því síðasta könnun var gerð en í apríl nutu stjórnarflokkarnir samanlagt stuðnings 43% landsmanna.

Þátttakendur voru einnig spurðir hvaða flokk þeir myndu kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag.Það vekur athygli að innan við helmingur þátttakenda tók afstöðu til spurningarnar. Um helmingur sagðist óákveðinn, ætla að skila auðu eða vildi ekki svara.

Af þeim sem svöruðu sögðu tæp 14% að þeir myndu kjósa Framsóknarflokkinn. Rúm 50% Sjálfstæðisflokkinn, um 1% Hreyfinguna, tæp 23% Samfylkinguna og um 12% Vinstri-græna.

Könnunin var gerð í gærkvöldi. Hringt var í 800 manns og voru þátttakendur valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá.(visir.is)

Spurning er hvort þessi könnun er marktæk varðandi afstöðu til flokka þar eð helmingur var óákveðinn.En alla vega gefur hún vísbendingu og ljóst er,að stjórnin er að missa fylgi og það kemur mest niður á VG,sem er komið niður í 12% fylgi og niður fyrir Framsókn.Það er farið að kvarnast úr liði stuðningsmanna  þar eð stjórnin hefur ekki verið nógu róttæk í kvótamálinu og heldur ekki í velferðarmálum.

 

 Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband