Mánudagur, 12. september 2011
Reynir að reka fleyg í raðir VG
Agnes Bragadóttir blaðamaður Morgunblaðsins hefur hvað eftir annað leikið þann leik að reyna að reka fleyg í raðir VG.Hún reynir það nú í Magma-málinu og virðist vera að takast það. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þingmaður VG segist á forsíðu Mbl. í dag vilja "fá á hreint hvað átti sér stað" í Magmamálinu. Þar virðist hún eiga við afskipti Steingríms J. Steingrímssonar af málinu en frásögnin er að vísu mjög loðin. Mbl. reynir a.,m.k. að haga viðtali við Guðfríði Lilju þannig,að svo líti út sem hún vilji að Steingrímur geri grein fyrir sínum afskiptum af málinu., Guðfríður Lilja segir,að ríkisstjórnin hafi samþykkt að vinda ofan af einkavæðingu orkufyrirtækja en það standi enn upp á ríkisstjórnina að efna þetta loforð. Ekki minnist þingmaðurinn á það að lífeyrissjóðirnir hafa þegar keypt 25% í Magma og hafa forkaupsrétt að 25% til viðbótar þannig að samfélagsleg eign er að aukast .
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.