Mánudagur, 12. september 2011
Þingið eyðir tíma í karp um ekki neitt!
Alþingi virðist ekkert hafa lært,Þrátt fyrir mikla gagnrýni almennings á störf þingsins og kröfu um að einskis nýtu karpi verði hætt og að þingið snúi sér að afgreiðslu mikilvægra mála þá heldur gagnslausa karpið áfram og tefur raunveruleg þingstörf. Í dag voru ýmsir þingmenn að amast við því að kvöldfundur ætti að fara fram um frv. um stjórnarráðið en samt töfðu þeir þingstörfin í langan tíma með einskis verðu karpi um það hvort forsætisráðherra ætti að vera viðstaddur umræðu um stjórnarráðsfrumvarpið eða ekki.Hver þingmaður stjórnarandsrtöðunnar á fætur öðrum stóð upp og krafðist þess að forsætisráðherra yrði viðstaddur umræðuna.Þeim var bent á,að málð væri nú á forræði allsherjarnefndar og þingsins en ekki ráðherra og þess vegna væri nóg að formaður allsherjarnefndar væri viðstaddur umræðuna.En stjórnarandstaðan lét ekki segjast. Loks var skýrt frá því að forsætisráðherra væri upptekinn við að taka á móti erlendum gestum. Róaðist þá stjórnarandstaðan nokkuð en þó ekki alveg.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.