Verkamannaflokkurinn og Hægri unnu mest á í sveitarstjórnarkosningum

Hægriflokkurinn er sigurvegari fylkis- og sveitarstjórnarkosninganna í Noregi. Flokkurinn fer úr nítján prósentum atkvæða í 28 prósent þegar 96,2 prósent atkvæða hafa verið talin. Verkamannaflokkurinn bætir við sig rúmum tveimur prósentustigum og er stærsti flokkurinn með 33 prósent atkvæða. Sósíalíski vinstriflokkurinn missti um þriðjung atkvæða frá síðustu sveitarstjórnarkosningum og fær rúm fjögur prósent atkvæða. Framfaraflokkurinn tapar miklu fylgi, fer úr nítján prósentum atkvæða í tólf prósent.(ruv.is)

 

Úrslitin eru athyglisverð.Þau staðfesta að Verkamannaflokkurinn er áfram stærsti flokkurinn og sennilega er hann enn sterkari í þingkosningum,ef marka má skoðanakannanir.Hins vegar vekur athygli,að Hægri menn vinna á og Sósialiski vinstriflokkurinn tapar miklu. Sennilega er það vegna þess að flokkurinn hefur verið fremur áhrifalítill í stjórnarsamstarfinu.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband