Þriðjudagur, 13. september 2011
Atvinnuleysið 6,7% í ágúst
Skráð atvinnuleysi í ágúst síðastliðnum var 6,7% en að meðaltali voru 11.294 atvinnulausir í þeim mánuði og fækkaði atvinnulausum um 129 að meðaltali frá júlí. Hlutfallstala atvinnuleysis hækkaði hinsvegar um 0,1 prósentustig vegna árstíðasveiflu í áætluðu vinnuafli.
Körlum á atvinnuleysisskrá fækkaði um 138 að meðaltali en konum fjölgaði hins vegar um 9. Atvinnulausum fækkaði um 37 á höfuðborgarsvæðinu og um 92 á landsbyggðinni. Atvinnuleysið var 7,7% á höfuðborgarsvæðinu en 5% á landsbyggðinni. Mest var það á Suðurnesjum 10,4%, en minnst á Norðurlandi vestra 2,2%. Atvinnuleysið var 6,5% meðal karla og 7% meðal kvenna.
Fjöldi þeirra sem hafa verið atvinnulausir lengur en 6 mánuði er nú 7.528 og fækkar um 86 frá lokum júlí og er um 63% þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá í lok ágúst. Þeim sem verið hafa atvinnulausir í meira en eitt ár fjölgaði úr 4.554 í lok júlí í í 4.645 í lok ágúst.(ruv.is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.