Fluttu frumsamin lög í afmælisveislu minni

Stórfjölskyldan kom saman í gærkveldi í tilefni af 79 ára afmæli mínu.Veislan var haldin heima hjá Guðmundi syni mínum.Allir 5 synir mínir,sem búsettir eru á Íslandi voru mættir ásamt mökum og börnum þeirra.Tengdadætur mínar höfðu allar bakar kökur eða búið til brauðrétti svo og barnabörn,þannig að það var mikið af glæsilegum veitingum. Það bar helst til tíðinda í veislunni,að elstu synir mínir tveir,Þorvaldur og Guðmundur fluttu 2 lög,sem Þorvaldur hafði samið,Þorvaldur hafði einnig samið ljóðin við lögin.Var gerður góður rómur að tónlistarflutningum en þetta var frumflutningur.Lög Þorvaldar þóttu góð.Í framhaldinu var síðan fjöldasöngur en margir góðir söngmenn eru í fjölskyldunni. Góð kveðja barst frá Björgvini syni mínum og konu hans Pirjo en þau búa í Finnlandi .Veislan var mjög skemmtileg og stemmningin mjög góð.Dagrún kona mín hafði gaman af veislunni og söngnum en hún kom öllum 6 sonum okkar upp án þess að hafa nokkru sinni húshjálp.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hamingjuóskir!

Árni Gunnarsson, 14.9.2011 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband