Miðvikudagur, 14. september 2011
Hagnaður Landsbanka 24,4 milljarðar fyrstu 6 mán. ársins
Hagnaður Landsbankans nam 24,4 milljörðum króna eftir skatt á fyrri hluta ársins. Mestur er hagnaður vegna vaxtamunar. Þá skýrir gengishagnaður af hlutabréfum stóran hluta sem og söluhagnaður í tengslum við Vestia og Icelandic Group. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans segir uppgjörið ekki síst óvenjulegt vegna þessa. Gríðarlega hára fjárhæðir skýri þennan hagnað. Þegar þessu sleppi þá séu eftir 10,7 milljarðar sem komi út úr eðlilegum rekstri.
Í uppgjöri bankans kemur fram að hann hafi lækkað skuldir fyrirtækja um 206 milljarða króna og þá er stefnt að því að endurútreikningi lána sem hafi verið úrskurðuð ólögmæt ljúki á fyrri hluta næsta árs.
Steinþór segir minna lagt til hliðar nú hjá bankanum til að standa straum af vanskilum fyrirtækja. Það hafi sýnt sig að fjárstreymi þeirra sé betra en áður hafði verið talið. Varðandi heimilin hafi þetta verið öfugt. Varúðarfærslur hafi verið auknar vegna heimilinna. Þetta sé gert til að láta eignirnar endurspegla besta mat af væntanlegum endurheimtum.
Arion banki sagði upp á sjötta tug starfsmanna í vikunni. Þá sagði efnahags- og viðskiptaráðherra þjóðina ekki standa undir stærð fjármálakerfisins og frekari hagræðingar væri þörf. Steinþór segir uppsagnir þó ekki á dagskrá hjá Landsbankanum.
Landsbankinn hafi teki þátt í þessari hagræðingu og hafi m.a. tekið yfir SpKef. Það hafi verið gríðarlega mikil vinna og álag að ná því saman. Enn séu tækifæri til að hagræða(ruv.is)
Þessi mikli hagnaður Landsbankans leiðir í ljós,að bankinn gæti afskrifað meira af skuldum heimilanna en gert hefur verið.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.