Þingið í sálarkreppu

Það er eitthvað mikið að hjá alþingi.Það var ákveðið að hafa septemberþing til þess að ljúka mikilvægum málum.En þingið var tæplega byrjað,þegar byrjað var að rifast um það hvenær því ætti að ljúka.Aðeins 2 vikur voru ætlaðar fyrir þetta september þing en miðað við vinnubrögð á þinginu er ljóst,að það var alltof lítill tími til þess að ljúka þeim mikilvægu málum,sem þurfti að ljúka.Mestur tími hefur undanfarið farið í umræður um stjórnarráðsfrumvarpið.Stjórnarandstaðan heldur uppi málþófi til þess að reyna að hindra afgreiðslu  þess eða til þess að skapa sér samningsstöðu í samningaviðræðum um það hvaða mál eigi að afgreiða á þinginu.Sl. nótt stóðu þingfundir til kl. 3 eða 4 í nótt.Þeir halda áfram kl. 10.30 f.h. Í gær lýsti Sif Friðleifsdóttir yfir stuðningi við meginatriði stjórnarráðsfrumvarpsins.En að vísu flytur hún ásamt Eygló Harðardóttur breytingartillögu um að þegar forsætisráðherra og ríkisstjórn hefur ákveðið fjölda ráðuneyta og hvernig þau skiptast skuli það lagt fyrir alþingi til staðfestingar. Forsætisráðherra lýsti yfir stuðningi við þessa breytingartillögu í gær en samt hélt málþófið áfram. Sif sagði,að slíkt málþóf þekktist ekki á hinum Norðurlöndunum.Það virðist meirihluti fyrir stjórnarráðsfrumvarpinu eftir liðsaukann frá Sif.En stjórnarandstaðan lemur hausnum við steininn.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband