Fimmtudagur, 15. september 2011
Húsnæðiskostnaður einhleypinga er 29% heildarútgjalda
Alþingi ræddi húsnæðiskostnað í gær.Velferðarráðherra sagði,að húsnæðiskostnaður heimila,sem hlutfall ráðstöfunartekna væri 21% samkvæmt könnun Eurostat.Miðað við neyslukönnun Hagstofunnar,sem birt var í desember 2010 var húsnæðiskostnaður einhleypinga þó talsvert meiri eða 29% heildarútgjalda. Ég hygg raunar,að húsnæðiskostnaður sé enn meiri miðað við þær tölur,sem birtar hafa verið undanfarið. Hann virðist í vissum tilvikum fara upp í 30-40%.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.