Fimmtudagur, 15. september 2011
Lífeyrissjóðir eiga að vera viðbót við lífeyri almannatrygginga
Aldraðir og öryrkjar urðu fyrir mikilli kjaraskerðingu 2009.Það verður að afturkalla alla þá kjaraskerðingu.En auk þess þarf að afnema með öllu skerðingu tryggingabóta vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Launþegar,sem greitt hafa í lífeyrissjóð allan sinn starfsferil, eiga að njóta að fullu lífeyris síns þegar þegar fara á eftirlaun.En það gera þeir ekki, ef tryggingabætur eru skertar á móti greiðslum úr lífeyrissjóði eins og nú er gert.Þessa skerðingu verður að afnema strax. Það var aldrei meiningin, þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir, að þeir mundu skerða tryggingabætur.Lífeyrissjóðirnir áttu að vera viðbót við lífeyri almannatrygginga.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er einmitt það sem þarf að hamra á. Er ekki eitthvað til haft eftir Jóhönnu þegar hún var félagsmálaráðherra og var að lagfæra þessi mál á sínum tíma ?
Að sjálfsögðu er verið að stela þarna af öldruðum sem hafa greitt sína skatta alla tíð og þar með í sjóð "Almennar tryggingar"
Varðandi húsaleigu sem þú varst að minnast á má ekki gleyma að ríkisstjórnin á sinn þátt í hærri húsaleigu með því að setja 20% fjarmagnstekjuskatt og jafnvel áform um að hækka í 30%. Leigusalinn að sjálfsögðu hækkar leiguna um það sem þessu nemur.
Baldur B.Maríusson (IP-tala skráð) 15.9.2011 kl. 10:44
Björgvin, þú átt þakkir skildar fyrir baráttu þina um réttindi og greiðslur til lífeyrisþega. Það gera ekki aðrir, sem þó er málið skylt.
Björn Emilsson, 17.9.2011 kl. 16:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.