Föstudagur, 16. september 2011
Leiðtogi jafnaðarmanna forsætisráðherra Danmerkur
Ný ríkisstjórn Danmerkur verður rauð. Þriggja þingsæta munur var á rauðu fylkingu jafnaðar- og vinstrimanna og bláa bandalagi íhaldsmanna þegar talningu lauk, skömmu fyrir klukkan tíu.
Kosningakvöldið var æsispennandi enda reyndist munurinn á bláa bandalagi stjórnarliða og rauðu fylkingarinnar nánast enginn, allt þar til síðasta atkvæði hafði verið talið. Eitt þingsæti skildi lengi vel að og því var engin leið að skera úr um sigurvegara kosninganna fyrr en talningu lauk nú á tíunda tímanum. Þá varð ljóst, að rauða bandalagið hefði fengið 89 þingsæti, bláa bandalagið 86.(ruv.is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Björgvin, Helle Thorning-Schmidt er og hefur aldrei verið krati/jafnaðarmanneskja nema að nafninu til. Á skólaárum sínum kaus hún allt vinstra megin við Socialdemokratiet . Hún er mest þekkt af því að koma ár sinni vel fyrir borð á kostnað fjöldans og er glúrin við að misnota eyður í skattalöggjöfinni til að hafa meira á milli handanna á kostnað annarra skattgreiðenda. Ef það kallast jafnaðarmennska er ég illa svikinn.
Ég vorkenni henni Helle dálítið, því hún mun ekki stjórna landinu eftir loforðum sínum og stefnumálum Krata. ESB er heljarþröm og það apparat og ástandið í Evrópu mun stjórna Helle næstu árin, svo og hinir duttlungaflokkarnir sem mynda samsteypuna með henni. Hærri skattar, meira atvinnuleysi og meiri óánægja almúgafólks mun valda því að þessi ríkisstjórn situr vart út kjörtímabil sitt.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.9.2011 kl. 08:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.