Laugardagur, 17. september 2011
Samkomulag um stjórnarráðsfrumvarpið
Samkomulag hefur náðst á alþingi milli stjórnar og stjórnarandstöðu um stjórnarráðsfrumvarpið svo og um önnur átakamál eins og gjaldeyrishöftin.Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins komu af þessu tilefni fram í sjónvarpi og sögðu að ríkisstjórnin hefði beðið ósigur í stjórnarráðsmálinu.Þetta er ótrúlegt.Loks þegar stjórn og stjórnarandstaða ná sáttum í miklu átakamáliu telur Sjálfstæðisflokkurinn það aðalatriðið að koma höggi á ríkisstjórnina og segja,að hún hafi beðið ósigur.Málamiðlun sú,sem náðist felst í því, að þegar forsætisráðherra hefur samið tillögu um ráðuneyti,fjölda þeirra og hvaða verkefni skuli heyra undir hvert þeirra verði að leggja þá tillögu sem þingsályktun fyrir alþingi áður en forsetaúrskurður er gefinn út. Það þarf sem sagt ekki að leggja málið fram sem lagafrumvarp heldur sem tillögu til þingsályktunar,sem að sjálfsögðu er mun auðveldari í meðförum. Mér virðist því hér um góða málamiðlun að ræða og að hvorugur aðili hafi unnið sigur.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.